PARKA FRÉTTIR

Borgartún 21 – Skammtímastæði

by | Oct 18, 2022

Snjallstæði Parka – Þvílíkt snjallræði!

Með Snjallstæðum Parka er komin fram sveigjanleg lausn fyrir bílastæðaeigendur sem geta þannig stýrt mun betur álagi og aðgengi. Gott dæmi um nýtingu á breytilegri verðskrá er á gjaldskyldum stæðum við Borgartún 21.

Verðskráin er þannig að stæðin henta ekki lengur til viðveru í lengri tíma, þar sem gjaldið hækkar eftir því sem á líður. Fyrirtækin við húsið geta þannig áfram boðið gestum sem nýta sér þjónustu þeirra hagkvæm skammtíma bílastæði, en hærra verð fyrir lengri dvöl hvetur til hraðari útskiptingar og þannig bætt aðgengi þeirra sem sannarlega þurfa á þjónustu að halda.

Áhrif breytinganna skiluðu sér hratt og örugglega. Meðal viðverutími fór úr 6,1 í 2,4 tíma án þess að hafa áhrif á tekjur stæðisins og jókst fjöldi gesta sem gátu nýtt sér stæðin um 45%.

Meðal viðverutími fór úr 6.1 tíma í 2.4 tíma á sólahring.

Fjöldi gesta sem gátu nýtt sér stæðin fjölgaði verulega eða um 45%

Snjallstæði Parka færa eigendum stæða ný verkfæri til að hámarka nýtingu innviða sinna, með breytilegri verðskrá, Parka Spons, sjálfvirkum númeralestri, áskriftar og leigukerfi og/eða Parka appinu sem greiðslulausn.