AÐGANGSSTÝRINGAR

Parka Smart Access

Hvort sem það er til að takmarka aðgengi að svæðum með hliðum, nýta sjálfvirkan númeraplötulestur í aðgangsstýringar og innheimtu eða til að stýra aðgengi og umferð með gjaldskyldu þá er Parka með lausnina. 

Þarft þú að ná tökum á þínu svæði?

Bílastæði, bílahús og bílakjallarar, innkeyrslur að sumarhúsum eða ferðamannastaðir. Allt eru þetta svæði sem við getum stýrt aðgengi að eða sett á gjaldtöku með sjálfvirkum lausnum.

Dæmi um notkun

Höfðatorg, Hafnartorg og Kirkjusandur

Í bílahúsum sem nýta sér Smart Access er flókin samsetning notenda. Íbúar, þjónustuaðilar, fyrirtæki með starfsfólk og viðskiptavinir. Allt notendur sem eiga greiða leið um húsin án lyklakorta og hliða.

Eldgosið Geldingadölum, Reykjanesviti og Skaftafell í Vatnajökulsþjóðgarði

Með Parka appinu er hægt að hefja gjaldtöku á bílastæðum með einföldum hætti líkt og í Geldingadal eða með uppsetningu á veðurþolnum greiðsluvélum líkt og í Skaftafelli.

Lokuð tjaldsvæði með hliði

Smart Access og Parka Camping bókunarvélin passa einstaklega vel saman þar sem tjaldsvæðinu er lokað með hliði sem opnast síðan sjálfkrafa fyrir gestum sem eiga bókað.

Helstu eiginleikar

Skýjalausn

Hýst í miðlægri skýjalausn sem tryggir bæði öryggi og aðgengi.

Snjallforrit

Með snjallforriti getur notandi ýmist skráð sig inn á og út af á svæði, stýrt hurðum og hliðum eða stýrt sínum SmartAccess prófíl.

Snjallforrit stöðuvarða

Með snjallforriti fyrir stöðuverði er hægt að smella myndum af bílnúmeraplötum og fletta upp hvort viðkomandi hafi heimild til að leggja. Stöðuvörður getur innheimt gjald vegna ógreiddrar viðveru.  

Myndgreining

Sjálfvirkur númeraplötulestur myndar akstursviðburði sem nýttir eru til að mæla viðverutíma ökutækja og innheimta gjald ef ekki er greitt.

R

Hvítlistar

Bílnúmer ökutækja geta verið skráð á lista yfir númer sem hafa heimild til að leggja á svæðum.

Greiðslulausnir

Hvort sem það er með Parka snjallforritinu eða greiðsluvélum á staðnum er einfalt að hefja innheimtu gjalda á svæðum.

Notendur og heimildir

Hægt að stofna notendur með ólíkar aðgangsheimildir að bæði vef- og farsímaviðmótum kerfisins.

Innheimtuþjónusta

Hægt að vera með áskriftarkeyrslur eða sjálfvirkar útgáfur á kröfum vegna viðveru í bílastæðum. 

hafðu samband

Heyrðu í okkur og við finnum lausnina sem hentar þínu svæði