PARKA FRÉTTIR

Parka og Tjalda.is sameina krafta sína

by | May 26, 2020

Computer Vision ehf., eigandi og rekstraraðili Parka, hefur nú keypt tjalda.is og mun bjóða skráðum tjaldsvæðum að nýta sér bókunarþjónustu í gegnum Parka vefinn og snjallforritið. Tjalda.is hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt og mun gegna því hlutverki áfram og er stefnan að þjónusta gesti tjaldsvæðanna enn betur.

Rekstraraðilar tjaldsvæða sem eru skráðir á tjalda.is geta nú fengið fría skráningu í Parka appið en einnig fengið aðgang að bókunarvél Parka. Í bókunarvélinni munu viðskiptavinir tjaldsvæða geta nýtt sér Parka appið til að forbóka sér stæði á tjaldsvæðum fyrir helgarnar sem framundan eru og keypt um leið aðra þjónustu sem svæðin hafa uppá að bjóða.

Eigendur tjaldsvæða geta teiknað upp sín tjaldsvæði miðað við leyfða fjölda gesta hverju svæði eða þá þjónustu sem í boði verður s.s. tengingar við rafmagn eða aðgang að vatni. Stefnt er að því að fljótlega geti ferðalangar pantað sinn reit rétt eins og flugvélasæti og mun það gera hópum mögulegt að panta saman og geta tryggt sér svæði þegar komið er á svæðið.

Tjaldsvæði geta skráð sig á parka.is/camping/signup