Mikilvægt að leigubílstjórar séu meðvitaðir um rétt sinn
Morgunblaðið birti viðtal við Ívar Frey Sturluson, sölustjóra Parka vegna þeirrar stöðu að frumvarp sem heimila átti þjónustu á borð við Uber og Lyft hefur enn ekki litið dagsins ljós. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, áminnti því Ísland og gaf því tvo mánuði til þess að grípa til aðgerða í nóvember síðastliðnum. Málið verður endurflutt í janúar samkvæmt þingmálaskrá forstætisráðherra. Verði málið afgreitt í janúar gæti frjálsari leigubílamarkaður loksins verið í sjónmáli.
Parka hefur keyrt af stað með app sem svipar til erlendu leigubílarisanna og býður leigubílstjórum að starfa sem sjálfstæðum bílstjórum hjá fyrirtækinu. „Þeir geta allir sameinast undir góðu íslensku appi og sinnt þörfum notandans. Við erum að vinna fyrir bílstjórana, sem er kannski það sem stöðvarnar hafa ekki verið að gera undanfarið,“ segir Ívar. Bílstjórar geti til að mynda stjórnað ferðum sínum betur og aukið þannig tekjur sínar.
Þótt lögin heimili ekki notkun farveitnanna enn með skýrum hætti byggir Parka á úrskurði Samkeppniseftirlitsins, frá nóvember 2020, þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að Hreyfill hafi sýnt af sér samkeppnishamlandi háttsemi þegar félagið meinaði bílstjórum sínum að skrá sig sem bílstjóra hjá appinu Drivers sem nú er í eigu Parka lausna ehf. Parka býður nú notendum sem eru í fyrirtækjaþjónustu að bóka næsta lausa leigubíl með einföldum hætti í gegnum Parka-appið.
„Við höfum farið af stað og búið til gott íslenskt app fyrir íslenska leigubílstjóra. Þeir væru meira varðir gagnvart því ef frumvarpið verður þannig að það opnar á allt saman og uber gæti komið til landsins. Ef það er íslenskt app til staðar með flestalla leigubílstjóra þá á svona risafyrirtæki eins og Uber engan séns.“
En fréttina má lesa í heild sinni hér:
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/01/03/hvorki_opnad_a_uber_ne_lyft_esa_aminnir_island/