PARKA FRÉTTIR

Parka Lausnir ehf.

by | Dec 15, 2021

Samhliða breyttum áherslum í fyrirtækinu og hröðum vexti Parka vörumerkisins hefur nafni félagsins verið breytt úr Computer Vision ehf. í Parka Lausnir ehf.

Parka vörumerkið hefur svo sannarlega fest sig í sessi og notendur appsins komnir yfir 70.000.

Nafnabreytingin styður við fjölbreytt úrval þjónustuþátta Parka:

  • Parka app – Til að leggja í gjaldskyld bílastæði
  • Parka Smart Access – Aðgangsstýringar- og eftirlitskerfi fyrir svæði
  • Parka Camping – Bókunarkerfi fyrir tjaldsvæði
  • Parka Spons – Svo fyrirtæki geti greitt bílastæðagjöld viðskiptavina sinna
  • Parka Taxi – Svo fólk og fyrirtæki geti pantað taxa í appinu

Við þetta má svo bæta fyrirtækjaþjónustu og öðrum sérsniðnum lausnum fyrir viðskiptavini okkar.

Við viljum þakka öllum viðskiptavinum og notendum okkar kærlega fyrir að hafa tekið þátt í þessari vegferð með okkur og horfum björtum augum til framtíðar með ykkur.